Startup Orkídea er einstakur vettvangur fyrir þróun viðskiptahugmynda og nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja sem vinna að sjálfbærum lausnum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni.

Um er að ræða sex vikna viðskiptahraðal sem hefst þann 10. febrúar n.k. og skiptist upp í þrjár þriggja daga vinnusmiðjur og fjarfundi þess á milli.

Opið er fyrir umsóknir til 24. janúar 2021

Startup Orkídea felur í sér fræðslu og þjálfun og aðgang að breiðu tengslaneti sérfræðinga, svo sem reyndra frumkvöðla og fjárfesta. Þeim fyrirtækjum sem valin eru til þátttöku býðst fyrsta flokks vinnuaðstaða í hugmyndahúsinu Grósku og 1 milljón kr. styrkur gegn kauprétti sem ætlað er að veita þeim svigrúm til að einbeita sér að nýsköpunarverkefnum sínum meðan á hraðlinum stendur.

 
icon.png
 

Lögð verður áhersla á mótun viðskiptahugmynda, virðiskjarninn rýndur og viðskiptavinir og dreifileiðir greindar vel. Einnig verður farið yfir gerð rekstraráætlana, markaðs- og sölumál og undirbúning fyrir fundi með fjárfestum. Viðskiptahraðlinum lýkur með kynningu þátttakenda á viðskiptahugmyndum sínum fyrir hópi fjárfesta og annarra lykilaðila í orkuiðnaði.

stack1.png